02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1178 í B-deild Alþingistíðinda. (2378)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Bjarni Snæbjörnsson:

Það eru bara örfá orð. — Ég gat þess við 2. umr. málsins, að mér hefði fundizt það miklu réttara, að leitað væri umsagnar viðkomandi kaupstaða um málið áður en það yrði afgr. hér í d., og þess vegna var ég í sjálfu sér mótfallinn því, að málið yrði afgr. á þessu þingi. Enda sé ég ekki, hvað liggur á að afgr. það nú.

Ég ætla ekki að fara að ræða elnstakar brtt., en vildi aðeins koma hér að einni skrifl. brtt. við 2. gr., sem er nokkru mildari en till. hv. 2. landsk. Hún er á þá leið, að í stað orðanna „ef 5 menn eða fleiri“ komi „ef að minnsta kosti 5 menn utan kaupstaða og 10 menn í kaupstöðum“. Mér finnst þetta vera heldur meiri trygging fyrir því, að ekki myndist of mikið af svona félögum í kaupstöðum, sem ég tel annars hæpinn ágóða fyrir kaupstaðina. Ég ætla annars ekki að ræða þetta nánar. Ég gerði grein fyrir afstöðu minni við 2. umr., og hún hefir ekki breytzt síðan.