02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (2383)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Magnús Jónason:

Herra forseti! Það er aðeins örlítið, sem ég þarf að segja viðvíkjandi 4. brtt. hv. 2. landsk. við þetta frv. Ég segi, að það sé óeðlilegt og brjóti raunar í bága við tilgang þessa frv., ef á að fara að ákveða, að hlutargreiðsla verði miðuð við gildandi kauptaxta eða samninga verklýðsfélaga. Mér er það alveg ljóst og fullkunnugt uni, enda þótt ég sé ekki sérstaklega kunnugur þessum málum. og ekki nærri eins og hv. 2. landsk., að það eru víða til samningar einmitt viðvíkjandi hlutarparti og tryggingarfé, og ef á að fara að tryggja þetta, sé ég ekki, hvað er unnið með þessu frv., þó að l. verði. Hver er þá eiginlega bótin? Ég sé ekki, að hún sé nein. Menn skipuleggja sig í hlutarútgerðarfélög til þess að fá skattfrelsi. Ég vil alls ekki ganga inn á það, sem hv 2. landsk. sagði, að með því að samþ. ekki þessa till., sé verið að vinna að því, að hlutarútgerðarfélögin yrðu sett skör lægra en aðrir í því plássi. En nú er það svo, að menn eru í fullu frelsi að mynda slík félög. Þeir setja sig þá sjálfir skör lægra en aðrir. Þeir, sem stofna hlutarútgerðarfélög, koma inn sem sjálfstæðir atvinnurekendur og geta fengið minna en annars, en þeir geta líka fengið meira. Þetta er rétt eins og að selja sídarverksmiðjunum afla sinn fyrir fast verð, eða selja fyrir lægra verð, en eiga von á uppbót á eftir, og þá verða menn að velja um það, hvað þeir vilja leggja í hættu, hvort þeir vilja fá meiri borgun út í hönd, eða minni borgun út í hönd og hafa von um meira síðar. Þannig myndi það verða yfirleitt, að menn yrðu að treysta á sinn hlut, verði þetta frv. samþ. Ég sé ekki betur en að það sé tilgangur frv., og hv. 2. landsk. færði engin rök fram móti því í sinni ræðu.

Þá ætla ég að segja nokkur orð viðvíkjandi skattfrelsi útgerðarfélaga. Samkv. þeim l., sem nú gilda um opinber gjöld togaraútgerðarinnar, eru útgerðarfélögin laus við tekjuskatt, og heimilað að undanþiggja þau frá útsvari, en það er sitt hvað, frelsi frá útsvari eða heimild til að vera undanþegin útsvari, og enginn myndi vilja skipta á því slétt. Þar við bætist, að þegar þessi heimild hafði verið veitt, voru línu bátum og mótorbátum einnig tryggð þessi sömu réttindi, en þá tókum við burt ákvæðin um útsvör, því að við treystumst ekki til að svipta bæjar- og sveitarfélög tekjustofnum meira en orðið er. Hvað viðvíkur mótorbátaútgerðinni og heimild til að undanþiggja hana frá útsvari, þá væri það ekki vegna þess, að við vildum setja hana neitt lægra, heldur vegna þess, að það stendur öðruvísi á um togaraútgerðina, sem aðeins er rekin frá örfáum kaupstöðum, aðeins fjórum kaupstöðum á landinu, og algerlega unnt að sjá, hvaða áhrif það muni hafa að veita henni undanþágu frá útsvari. En bátaútgerðin er rekin kringum allt land og fjöldi sveitarfélaga lifir algerlega á þessari útgerð, bæði allur þorri manna í sveitarfélögunum og sveitarfélögin sem heild. Það voru þessar ástæður, er urðu þess valdandi, að við treystum okkur ekki til að láta alveg sömu reglu gilda fyrir smábátaútgerðina sem fyrir togaraútgerðina; við sáum enga leið til að samþ. það. Ef till. hv. 2. landsk. yrði samþ., gætu sum sveitarfélög orðið algerlega uppiskroppa. En þessi hv. þm. fór ekki út í það, hvernig hagur sumra sveitarfélaga myndi standa, ef öll útgerðin yrði komin í hlutarútgerðarfélög og sveitarfélögin stæðu uppi tekjulaus. En sá góði maður talaði um tryggingarsjóð, en hvaðan á að taka fé í þann sjóð, ef engir greiða útsvör? Ég veit að hann sér það nú.

Mér þótti vænt um þá till. hv. 2. landsk., að vísa málinu til ríkisstj., og mun greiða atkv. með henni og vildi óska, að hv. dm. samþ. hana. Ég er alveg sannfærður um, að það er bezt fyrir málið sjálft, sjálfsagt hverjir sem eiga sæti í ríkisstj.ríkisstj. sem nú situr, er samsteypustj. og verður að gæta hagsmuna allra þeirra aðila, er eiga hagsmuna að gæta í þessum efnum. Við höfum sýnilega alveg nóg af frv., og það þýðir ekki að setja svona l. alveg í trássi við verkalýðshreyfinguna. Ekki er hægt að setja l. um þetta í beinni andstöðu við verklýðsfélögin, því að jafnvel þó menn héldu, að þetta væri nytsamlegt, þá myndu menn ekki rjúfa sín samtök, ef þau væru á móti því. Þess vegna á hæstv. ríkisstj., sem sérstaklega er skipuð mönnum úr þessum flokkum, að koma sér saman um frv., sem væri mögulegt að samþ. Geti hún það ekki, skulum við taka til okkar ráða og sjá til, hvað við getum sett upp af sjálfsdáðum. Það, sem ég vil segja, er, að ég held, að hv. 2. landsk. hafi alveg rétt fyrir sér í því, að vilja vísa frv. til ríkisstj.