09.12.1939
Efri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1211 í B-deild Alþingistíðinda. (2425)

118. mál, framfærslulög

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég sé ekki, að þetta mál sé til umr. hér, um einstaka menn, sem flutzt hafa milli sveitarfélaga, hvort þeir eigi 1 millj. kr. í eignum eða ekki.

Það er rétt, sem hv. þm. sagði, að ég átti sæti í bæjarráði Rvíkur og framfærslunefnd Reykjavíkurbæjar. Mér er kunnugt um, að það er ekki sleggjudómur, að flutzt hafi til bæjarins svo og svo margir eignalausir menn, sem hafa komið svo að segja beint á bæjarsjóðinn. Það eru mörg dæmi um þekkta síðan 1936, og út af þessu hefir orðið málarekstur og rannsóknir í ýmsum sveitum, svo um það þarf ekki að deila, að þessir flutningar eigi sér stað.

Hitt er svo annað mál, hvort mikil brögð séu að þessu. Það, sem þýðingu hefir í þessu sambandi, er það, að ef þetta er ákaflega lítið. þá er það vist, að þetta ákvæði, sem ég geri ráð fyrir, að hv. þm. hafi ákveðna afstöðu til, að hann vilji ekki láta ríkissjóðinn taka á sig þessar ábyrgðir í frv., hefir í för með sér því minni hættu fyrir ríkissjóðinn. Ef hann hefir þessa trú, þá ætti hann með beztu samvizku að geta breytt afstöðu sinni til þessa ákvæðis.

Ég hefi ekki við höndina nein gögn í því máli, sem hv. þm. var að minnast á; þó álít ég rétt að verða við þeim óskum hans að leggja fram gögn. En mér er það ekki mögulegt nú.

Ég sé svo ekki ástæðu til að segja meira að sinni.