22.12.1939
Efri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1100 í B-deild Alþingistíðinda. (2494)

143. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Árni Jónsson:

Ég vil benda hv. flm. brtt. á, að í henni ætti að standa „háskólanum“ í staðinn fyrir „háskólans“. (JJ: Já, það er alveg rétt). Að efni til er ég alveg sammála þessu. Ég er viss um, að ákvæðið getur komið að miklu gagni fyrir námsmenn. Hinsvegar er ég ekki viss um, að þetta ákvæði þurfi að standa í lögum, þar sem hið opinbera ræður reglugerðum verksmiðjanna. Og sérstaklega er óviðfelldið, að þetta nái aðeins til þessarar einu verksmiðju og ekki til annara verksmiðja ríkisins. Ég vildi gjarnan sætta mig við, að málið yrði afgr. á þann hátt, að hæstv. atvmrh. lýsti yfir því, hvað hægt væri að taka marga atvinnulausa nemendur í ríkisverksmiðjurnar, ekki aðeins á Raufarhöfn, heldur á öllum stöðunum, og. að greitt muni verða fyrir þessum piltum eins og hægt er. Þá held ég, að heppilegast væri að setja þetta ekki í lög.