23.12.1939
Efri deild: 92. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (2538)

164. mál, fiskimálanefnd

*Frsm. minni hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég hjó eftir því hjá hæstv. atvmrh., að hann teldi sig hafa það vald, sem þyrfti til þess að ráða fyrir nefndinni, en ég skil, hvað fyrir honum vakir, og kom það skýrt fram hjá honum. Hann vill nefndina feiga, því hann talaði um, að framleiðendur ættu að ráða, og þá á hann einungis við þá framleiðendur, sem eiga skipin, en ég vil minna hann á, að það eru einnig smærri framleiðendur, og að þeir ættu líka að ráða, og að þeir, sem leggja til fjármagnið, ættu líka einhverju að ráða. Mér skildist hann ekki vilja þetta. Skoðun hans er ljós, og vil ég vitna til Framsfl., sem hefir verið á allt annari skoðun fram á þennan dag, hvort þingm. hans séu á þeirri skoðun, sem kemur fram í ræðu hæstv. atvmrh.