03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (2558)

164. mál, fiskimálanefnd

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Það er rétt hjá hv. þm. Ísaf., að hann beindi til mín fyrirspurn við 1. umr. þessa máls. Ég vildi þá ekki svara af ástæðum, sem honum er kunnugt um. Hinsvegar á hann heimtingu á, að ég svari fyrirspurn hans, áður en málið verður afgr.

Ég vil segja það, að ég er ekki viðbúinn að gefa honum eða þinginu neinar yfirlýsingar um það, hvernig ég muni nota það vald, sem ég sem atvmrh.l. hefi um fiskimálanefnd. Ég fullyrði þó, að ekki vakir fyrir mér með frv. nein sérstök aukin aðstaða til valdbeitingar gegn henni. Ég mun ekki nota það vald öðruvísi, þó nefndin verði skipuð 3 mönnum heldur en þó hún sé skipuð 7 mönnum. Ég tel mér skylt að gefa þessa yfirlýsingu. Ég vil, að menn skilji það, að það bindur mig ekki, þó þetta frv. verði samþ., að beita mínu valdi yfir fiskimálanefnd á aðra lund en mér sjálfum líkar og l. standa til. Frv. er ekki flutt í því skyni, að ég með því fái meiri rétt yfir fiskimálanefnd heldur en atvmrh.l. hefir.

Ég er mótfallinn hinni rökst. dagskrá og ég er einnig mótfallinn till., sem hv. þm. Ísaf. ber fram á þskj. 602, um að fjölga úr 3 upp í 5 í nefndinni.

Ég er samþykkur till., sem hv. þm. V.-Húnv. ber fram um það, að nefndin kjósi sér sjálf formann, enda var samkomulag milli mín og flm. frv. um, að sú tilhögun skyldi viðhöfð, en fyrir misgáning var þetta ekki athugað, þegar frv. var borið fram. Eg vil því mæla með því, að þessi till. verði samþ.

Að öðru leyti vænti ég þess, að frv. nái fram að ganga.