03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (2562)

164. mál, fiskimálanefnd

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) ; Aðeins örfá orð út af ræðu hv. 6. landsk. Ég mælti stuttlega með þessu frv., við fyrri umr. Hann minntist á það, að fiskimálanefnd hefði verið sett á fót af Framsfl. og Alþfl., gegn mótspyrnu Sjálfstfl., og mér skildist hann vera hræddur um, að með þessu frv. væru andstæðingar n. að brugga henni einhver vélráð. En eins og frv. er úr garði gert, er n. skipuð 3 mönnum, og 2 af þeim mundu þeir flokkar eiga, sem stóðu að því að koma n. á fót. Ég get ekki séð, að með frv. sé á nokkurn hátt dregið úr þeirri tilhlutun, sem þessir flokkar hafa haft um n. Auk þess geri ég ráð fyrir, að n. velji sér formanninn sjálf. Þar vil ég benda hv. þdm. á brtt. á þskj. 627, frá hv. þm. V.-Hún. —

Þá kvaðst hv. 6. landsk. vera hræddur um, að atvmrh. vildi rýra verksvið n. En lögin hvorki auka né minnka það vald, sem ráðh. hefir til þess. Hann getur eins og áður, gert þar ýmsar ráðstafanir, að vísu takmarkaðar af l. En um það. hvaða ráðstafanir verði gerðar í sambandi við fiskimálanefnd, er ekkert ákveðið. Ég geri ráð fyrir, að meðan þrír flokkar standa að stj. eins og nú, muni a. m. k. verða rætt um það rækilega, áður en brotizt verði í því að gera hjá n. mikla breytingu á störfum.