21.04.1939
Efri deild: 45. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

64. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vildi aðeins gera þá aths. við ræðu hv. 11. landsk., að fyrst hann lítur svo á, að aðalstarf „fjórðungsmannanna“ eigi að vera að láta uppi álit sitt um notkun atvinnubótafjárins, þá ættu þeir að vera launaðir af því fé, en ekki úr jöfnunarsjóði.