03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1283 í B-deild Alþingistíðinda. (2589)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Út af þeirri fyrirspurn, sem hér er komin fram, vil ég taka fram, að það hefir ekki verið venja á Norðurlöndum að spyrja þingin sérstaklega um, þegar þess háttar viðurkenningar hafa verið gerðar.

Nú er það vitað mál, að slík viðurkenning liggur fyrir á Norðurlöndum. Utanríkisráðherrar þeirra munu hafa komið sér saman um að viðurkenna stjórn Francos næstu daga. Þá geri ég ráð fyrir, að við Íslendingar munum fylgjast með þeim.