03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (2591)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Þessar umræður gefa náttúrlega ekkert tilefni til þess. að ég fari að svara því, sem hér hefir komið fram. En til að upplýsa málið get ég sagt, að almennt er ekki rætt um það á þingum, hvort slíkar viðurkenningar skuli veittar eða ekki. Það var að vísu rætt um þessa viðurkenning í enska þinginu. Því að það var vitað, að hún yrði afdrifarík. — að fleiri þjóðir og þar á meðal Norðurlandaþjóðirnar mundu koma stuttu á eftir viðurkenningu Bretlands.

Ef einhverjum af þm. þessarar hv. deildar þætti ástæða til að taka undir ummæli, sem hér hafa komið fram, og finnst við ættum að gera Franco þann grikk að viðurkenna hann ekki. má auðvitað um það skrafa. En annars sé ég ekki ástæðu til að svara þessu frekar en ég hefi gert.