23.03.1939
Neðri deild: 25. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í B-deild Alþingistíðinda. (2612)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Héðinn Valdimarsson:

Við þessar umræður hefir það greinilega komið í ljós, á hvaða grundvelli flokkar þeir starfa, sem hér greinir á. Eftir því, sem þeir hæstv-. forsrh. og hv. þm- G. K. hafa látíð um mælt, þá eru það landráð að segja sannleikann. Ég vil því leyfa mér að skora á hæstv. forsrh. að gefa yfirlýsingu um það, á hvern hátt þetta umdeilda fréttaskeyti hafi skaðað Ísland. Gefi hann ekki slíka yfirlýsingu strax, þá lýsi ég hann vísvitandi ósannindamann að því, sem hann hefir verið að fleipra um þetta. Um hitt atriðið, sem hér er um deilt, að kröfur Þjóðverja um lendingarstaði fyrir flugvélar myndi svarað þegar Emden kæmi, vil ég segja það, að mér heyrðist ráðh. segja þetta, en vel má vera, að um misheyrn hafi verið að ræða, þar sem orðin „nefndin“ og „Emden“ eru svo lík. Og hitt kannast ég við, að hann sagði í ræðu síðar, að hann skildi ekki, hvaða samband hv. 5. þm. Reykv. fyndi á milli komu sendinefndarinnar og komu Emden. Annars verð ég að segja það, að ég verð að telja það í meira lagi saknæmt hjá þessum nýju samherjum. hv. þm. G.-K. og hæstv. forsrh.. að þeir skuli berjast við að láta líta svo út, að við þurfum ekki að vera á verði um sjálfstæði okkar nú á þessum tímum, þegar einræðisríkin innlima saklaus lönd hvert af öðru. Það getur ekki talizt óeðlilegt, þó að við, sem erum Íslendingar í fleiri ættliði, lítum svo á, að hér þurfi að gæta allrar varúðar.

Við höfum enga löngun eða tilhneigingu til þess að gerast annarar þjóðar þegnar. Um þetta gegnir að sjálfsögðu öðru máli hvað snertir hæstv. forsrh. og hv. þm. G.-K., — þar segir ætternið til sín.

Ég veit það ofur vel, að ræða hv. þm. G.-K. er bending um það, hvað þeir, hæstv. forsrh. og hann vilja í þessum málum, að komið sé á fullkominni ritskoðun og skeytaskoðun, til þess að lygin fái notið sín sem bezt, og Morgunblaðs- og Tímalygin fái að dafna í ró og friði. Á þetta bendir m. a. frv., sem hæstv. forsrh. hefir borið fram á þessu þingi. Þá gengur þess og enginn dulinn, að hann myndi leysa Sósíalistafl. upp, ef hann þyrði og gæti.