23.03.1939
Neðri deild: 25. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í B-deild Alþingistíðinda. (2613)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Ólafur Thors:

Ég vil aðeins víkja örfáum orðum að þeim félögunum, hv. 3. og 5. þm. Reykv. Hv. 5. þm. Reykv. sagði, að það væri bezt fyrir mig að minnast þegnskapar míns í stjórn Landsbankans. Þessi ummæli hv. þm. eru blöð af hinu sama illgresi og fréttaskeytið, sem sent var til hins erlenda blaðs, til þess að reyna að gera Íslendinga að þrælum erlendra stórvelda. Mér er sama þó að menn deili hart innbyrðis á meðan leikurinn er háður innan takmarka hins íslenzka ríkis, en þegar farið er að flytja deilumálin á erlendan vettvang, gegnir öðru máli. Þá eiga allir Íslendingar að rísa upp sem einn maður á móti landráðamönnunum. — mönnunum, sem svívirða land sitt og þjóð með útsendingu falskra lygafregna, eins og nú hefir sannazt á hv. 5. þm. Reykv. Hér er ekki hugsað um neitt annað en framkvæma það. sem þingmaðurinn hefir svarið Stalín, alveg án tillits til þess, hverjar afleiðingar það kann að hafa í för með sér fyrir land og þjóð þingmannsins.

Þá sagði þessi hv. þm., að allt, sem hæstv. forsrh. hefði sagt um daginn hefði borið þess ljósan vott, að hann hefði jafnan haft herskipið Emden í huga. (HV: Hvað er herskipið Emden að gera hingað?).Ætli það sé ekki að koma með olíu handa hv. 3.þm. Reykv.?

Hv. 5. þm. Reykv. gat þess sem dæmi um, hversu utanríkismálin væru viðkvæm í Danmörku, að mjög meinlaus frásögn, sem höfð var eftir öðru hlaði, hefði verið stöðvuð fyrir mjög mikilsmetnum dönskum blaðamanni, fyrir þær sakir einar, að þýzka sendiherranum í Kaupmannahöfn þótti hún ekki sem vinsamlegust í garð Þjóðverja. Var þó um frásögn eftir erlendu blaði að ræða. Þrátt fyrir þessar staðreyndir sínar þó þessi hv. þm. út fregnir, sem beinlínis geta orðið til þess að æsa Þjóðverja gegn okkur.

Þá var hann að tala um æsingu, sem ríkti hér meðal fólks út af þessum málum. Þetta er bara ekki rétt. A. m. k. hefi ég ekki orðið neinnar æsingar var, enda ekki ástæða til slíks, þó að hingað komi til samningaumleitana fulltrúar frá vinsamlegri viðskiptaþjóð.

Það er meiri ósvífni en hægt er að lýsa með urðum. að þessi maður, sem uppvis er orðinn að stórhættulegum og fölskum frétt, burði, skuli leyfa sér að ráðast á blað eins og Morgunblaðið, sem í alla staði er heiðarlegt í fréttaflutningi sínum, og bera það þeim sökum, að það hafi farið vísvitandi með rangan fréttaburð í þeim tilgangi að niðra lýðveldisstjórninni á Spáni. Þetta er og þeim mun hraklegra, þegar það er vitað, að blaðið hefir þrásinnis tekið hanzkann upp fyrir lýðræðisstjórnina, og það miklu oftar en fyrir þá mennina. sem hann kallar uppreisnarmenn. Það er því hreint og beint hlálegt, að þessi maður, sem allir vita að er þjónn erlends ríkis, skuli vera með slíkt og þvílíkt glamur.

Þá vildi hv. 3. þm. Reykv. halda því fram, að ég myndi vilja taka upp þá stefnu, að mönnum væri með valdboði hannað að láta uppi skoðanir sínar, og jafnvel refsað fyrir að segja sannleikann. Þetta eru vitanlega, eins og allt annað. sem þessi hv. þm. fleiprar með, rakalaus ósannindi. Hitt er annað mál. að ég vil ekki að verið sé að fara með rakalaus ósannindi og staðlausa stafi á erlendan vettvang. eins og t. d. skeyti það, sem kommúnistar sendu til hins danska bræðrablaðs síns. Eða t, d. hina umræddu grein í Manchester Guardian, sem sterkur grunur liggur á, að runnin sé frá hinum sömu rótum.

Þá lét hv. þm. orð falla um ]rað, að það væri í fyllsta máta undarlegt, að takmarka umræður um utanríkismálin svo mjög við utanríkismálanefnd. Út af þessu vil ég beina þeirri fyrirspurn til þessa hv. þm., hvort hann reki ekki minni til þess, að hann á sínum tíma hafi borið fram till. um skipun utanríkismálanefndar og þá um leið átt sinn þátt í að skapa fyrirkomulag hennar og starfsaðferðir. Ég fyrir mitt leyti tel rétt að halda þeirri skipun á meðferð mála hjá n., að sem minnstu af málum þeim, sem hún fær til meðferðar, sé sleppt út til almennings, a. m. k. ekki fyrr en þau eiga þangað eitthvert erindi.

Um misheyrn þeirra félaga, hv. 3. og 5. þm. Reykv., skal ég fátt eitt segja. En dálítið er það undarlegt, að hv. 3. þm. Reykv., sem áður var jafnaðarmaður, en er nú kommúnisti, skuli haldinn sama misheyrnarkvillanum og hv. 5. þm. Reykv. Það verður ekki annað sagt en að þau séu dálítið einkennileg þessi sameiginlegu flokkseinkenni þessara félaga.

Ég mun ekki fara út í deilur um það, hvor okkar hv. 3. þm. Reykv. sé meiri Íslendingur. Ég tel mig a. m. k. eins mikinn og góðan Íslending og hann annars minnir þetta mig á atvik, sem kom fyrir hér fyrir nokkrum árum. Jón sál. Þorláksson og Magnús Torfason deildu í spaugi um ætterni sitt. Báðir voru komnir beint frá Finni biskupi. Jón í kvenlegg, en Magnús í karllegg. Magnús taldi það finna að vera kominn í beinan karllegg frá hinum ágæta manni. Jón taldi, að svo kynni að vera, en hitt væri víst, að sitt ætterni við biskupinn væri þó alltaf öruggara en hans.