23.03.1939
Neðri deild: 25. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (2618)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forseti (JörB) :

Hv. 3. þm. Reykv. ætti að vera það ljóst, að ef menn gætu hvert sinn talað um hvaða mál sem væri eins lengi og þeim þóknast. þá væri það einkennilegt þinghald. Umr. utan dagskrár eru algerlega á valdi forseta. Ég hefi leyft, að menn flyttu fyrirspurnir og héldu uppi umr. um þær, en þær umr. mega þá ekki fara á víð og dreif, eins og hér hefir orðið. Ég vil benda hv. þm. á. að það þarf ekkert að láta niður falla, þó að fyrirspurnir séu bornar fram á þinglegan hátt og þær prentaðar.