28.12.1939
Sameinað þing: 22. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (2627)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Ég skal taka fram, að till. hv. fjvn. er samin í samráði við till. stj., og í þeim er gert ráð fyrir, að varðskipið Ægir verði til gæzlu og eftirlits við Vestmannaeyjar með svipuðum eða sama hætti og Þór hefir verið áður, en Óðinn verði við Faxaflóa. Vænti ég, að þetta svar nægi. Það er alveg rétt, að það hefir hvergi verið staðfest skjallega, en ég get staðfest það hér með.