28.12.1939
Sameinað þing: 22. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Jóhann Jósefsson:

Ég skil þakka hæstv. ráðh. fyrir þessi skýru og greinagóðu svör og leyfi mér samkv. því að leggja í það þann skilning, að sá grundvöllur, sem lagður var 1926 og staðfestur af Alþingi 1930 um framhaldandi gæzlu og eftirlit við Vestmannaeyjar á vetrarvertíð, standi enn óhaggaður og stj. ætli nú að öllu leyti að láta Ægi koma í staðinn fyrir varðskipið Þór. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessi yfirlýsing hæstv. stj. er gleðiefni öllum þeim mörgu mönnum, sem þarna stunda atvinnu, og þeirra aðstandendum.

Að lokum vil ég nota þetta tækifæri til þess að færa hæstv. stj. og þeim stofnunum, sem hafa haft framkvæmd þessa eftirlitsstarfs á hendi á undanförnum árum, bæði dómsmálaráðuneytinu og eins skipaútgerð ríkisins, þakkir fyrir, hversu samvizkusamlega þeir hafa útfært þessa gæzlu, og vona, að svo muni enn verða framvegis.