11.04.1939
Neðri deild: 38. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (2652)

Utanför þingmanns

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt svohljóðandi bréf frá hv. þm. Snæf.:

„Reykjavík, 5. apríl 1939.

Ég leyfi mér hér með að tilkynna yður, hæstvirti forseti, að ég hefi af hálfu Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verið kvaddur til að mæta á fulltrúafundi frá fiskframleiðsluþjóðum, sem háður verður í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Þar sem hér er að nokkru leyti um opinberan erindrekstur að ræða, mun ég leyfa mér að leggja í þessa för að fengnu leyfi Sjálfstæðisflokksins, enda þótt ekki hafi verið kostur á að bera þetta undir samþykki þingsins. Ég mun koma heim í lok þessa mánaðar.

Virðingarfyllst Thor Thors

Til forseta neðri deildar.“