18.04.1939
Sameinað þing: 6. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (2661)

Stjórnarskipti

Skúli Guðmundsson:

Ég vil þakka hæstv. forsrh. þau vinsaml. orð, sem hann lét falla í minn garð, og ég vil alveg sérstaklega þakka honum og hæstv. fjármálarh. fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf þann tíma, sem ég hefi verið með þeim í ríkisstjórninni. Ég vil einnig þakka hinu háa Alþingi fyrir gott samstarf.

Við höfum, margir þingmenn, unnið að því undanfarnar vikur, að koma á samstarfi þriggja stærstu þingfl. í stjórn landsins. Ég fagna því, að þetta hefir nú tekizt. Ég óska þess, að gifta fylgi hinum nýju ráðherrum að þeim mörgu og stóru viðfangsefnum, sem þarf að leysa, og ég óska Alþingi og þjóðinni allri til hamingju með þá nýju ríkisstjórn, sem nú sezt að völdum.