18.04.1939
Sameinað þing: 6. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í B-deild Alþingistíðinda. (2664)

Stjórnarskipti

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Í framhaldi af ræðu og grg. hæstv. atvmrh. leyfi ég mér að lesa upp svofellda yfirlýsingu:

„Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, sem hafði tjáð sig andvígan myndun samstjórnar þriggja flokka á þessu þingi, á þeim grundvelli, er varð að niðurstöðu í samkomulagsumleitunum þeim, sem fram fóru milli flokkanna, hefir eftir atvikum gengið inn á, að maður af hans hálfu taki sæti í ríkisstjórninni, í þeirri von, að með því mætti fremur takast að ráða bót á ýmsu því í stjórnarfari landsins, sem flokkurinn telur, að mjög aflaga hafi farið á undanförnum árum, enda skoðar hann þessa stjórnarmyndun sem tilraun, er hlýtur, ef hún mistekst, að leiða til samvinnuslita.“