04.12.1939
Sameinað þing: 15. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1341 í B-deild Alþingistíðinda. (2682)

Afstaða þingsins til stjórnmálaflokks

forseti (PO):

Mér hefir borizt svofelld yfirlýsing, sem ég vil lesa upp:

„Vegna þeirrar afstöðu, er kommúnistaflokkurinn, sem hér starfar undir nafninu Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinn —, þingmenn þess flokks og málgögn hafa markað sér til frelsis, réttinda og lýðræðis smáþjóðanna síðustu vikurnar, og alveg sérstaklega viðvíkjandi málefnum Finnlands, lýsa undirritaðir alþingismenn yfir því, að þeir telja virðingu Alþingis misboðið með þingsetu fulltrúa slíks flokks.

Alþingi, 4. des. 1939.

Árni Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson.

Bergur Jónsson. Bernharð Stefánsson.

Bjarni Ásgeirsson. Bjarni Bjarnason.

Bjarni Snæbjörnsson. Einar Árnason.

Eiríkur Einarsson. Emil Jónsson.

Erlendur Þorsteinsson. Eysteinn Jónsson. Finnur Jónsson. Garðar Þorsteinsson.

Gísli Sveinsson. Helgi Jónasson.

Hermann Jónasson. Ingvar Pálmason.

Jakob Möller. Jón Ívarsson.

Jón Pálmason. Jónas Jónsson.

Jörundur Brynjólfsson. Magnús Gíslason.

Magnús Jónsson. Ólafur Thors.

Páll Hermannsson. Páll Zóphóníasson.

Pálmi Hannesson. Pétur Halldórsson.

Pétur Ottesen. Sigurður E. Hlíðar.

Sigurður Kristjánsson. Sigurjón Á. Ólafsson.

Skúli Guðmundsson. Stefán Stefánsson. Steingrímur Steinþórsson. Sveinbjörn Högnason.

Thor Thors. Vilmundur Jónsson.

Þorsteinn Briem. Þorsteinn Þorsteinsson.“ (5. þm. Reykv. (EOl) kvaddi sér hljóðs). Umræður verða ekki neinar um þessa yfirlýsingu, og þar sem fundarefninu er lokið, segi ég fundi slitið.