04.01.1940
Efri deild: 105. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (2685)

Starfslok deilda

forseti (EÁrna) :

Þar sem þetta er síðasti fundur d. á þessu þingi, þá vil ég leggja það til, að varaforseta d. verði falið á sínum tíma að undirskrifa þær fundargerðir, sem ekki eru tilbúnar enn. Ef enginn hv. dm. mælir því í gegn. skoðast það samþ. án atkvgr.

Þá er störfum deildarinnar lokið, og um leið er mér ánægja að geta þess, að samstarf í d. á þessu þingi hefir verið hið ákjósanlegasta. Þetta er sérstakt gleðiefni vegna þess, að þeir tímar, sem nú standa yfir og eru svo skuggalegir, krefjast þess, að allir sannir Íslendingar standi saman um þau mál, sem þjóðinni megi til heilla verða. Ég vil þakka öllum hv. dm. fyrir starfið á þessu þingi og óska þeim góðs gengis. Þeim, sem utan Reykjavíkur búa, óska ég góðrar heimferðar og heimkomu.