25.04.1939
Neðri deild: 52. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í C-deild Alþingistíðinda. (2750)

14. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Finnur Jónsson:

Það er ákaflega skrítin kenning, sem hér er haldið fram, að eftir því, sem meiri atvinna er í einu plássi, þurfi gjöldin að vera þyngri. Annars skal ég ekki fara að deila um þessa hagfræðikenningu við hv. þm.

Viðvíkjandi afstöðu minni vil ég geta þess, að ég hefi skýrt hana fyrir þeim mönnum, sem með þetta mál hafa að gera, en ég tel, að hún sé alveg óviðkomandi hv. 3. þm. Reykv.