09.11.1939
Neðri deild: 56. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (2866)

56. mál, áfengislög

Pétur Ottesen:

Ég vil mjög mælast til þess við hv. allshn., að hún afgreiði til deildarinnar sem allra fyrst frv. um breyt. á áfengisl., sem við þrír dm. fluttum á þessu þingi fyrir þingfrestun.

Það er vitað að mikill og almennur áhugi er fyrir því, að þessar breyt., sem við leggjum til í því frv., verði lögfestar. Vil ég í því sambandi benda á, að frá fjölda funda, sem bindindismenn hafa haldið á þessu ári, hefir komið fram einróma krafa um, að þetta verði gert. Auk þess hafa borizt samskonar óskir frá ýmsum þingmálafundum. Vil ég vænta þess, að hv. allshn. afgreiði þetta mál, og bið hæstv. forseta að fylgjast með í gangi þessa máls.