02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í C-deild Alþingistíðinda. (2900)

105. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

*Frsm. minni hl. Magnús Gíslason):

Allshn. gat ekki orðið sammála um afgreiðslu þessa máls og greindi þar nokkuð mikið á, þar sem einn nm. vildi fella frv. alveg, annar vildi láta samþ. það með miklum breyt., en mitt álit er, að ef ekki næst samkomulag milli réttra aðila um þetta, þá muni verða óhjákvæmilegt að skipa þessum málum með l. á þann hátt, sem hér er gert ráð fyrir. Að öðru leyti get ég fallizt á þær ástæður, sem tilfærðar eru í grg. fyrir frv., og vil ekki að svo stöddu segja meira um það.