02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (2946)

78. mál, tekjuskattur og eignarskattur af vaxtafé

*Frsm. meiri hl. (Sveinbjörn Högnason) :

Fjárhagsnefnd hefir klofnað um þetta mál og skilar áliti sínu í tveim nál., meiri og minni hluta. Nál. meiri hl. er á þskj. 632, og leggur hann til, að frv. verði samþ. með þeirri breytingu. að a-liður 2. gr. falli burt, þar sem ákveðið er, að til vaxtafjár skuli teljast innstæður hjá bönkum, sparisjóðum, innlánsdeildum félaga og öðrum lánsstofnunum, og 2. málsgr. 6. gr., sem stendur í sambandi við a-lið 2. gr. Með þessum breytingum leggur meiri hl. til, að frv. verði samþ.