09.03.1939
Efri deild: 14. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (30)

5. mál, innheimta ýmissa gjalda 1940

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í frv. þessu eru ákvæði um að innheimta með viðauka nokkra tekjustofna ríkissjóðs. Hv. þm. munu kannast við frv. þetta frá fyrri þingum. Þó er sú breyting á, að nú er ekki gert ráð fyrir viðauka af aðflutningsgjöldum og verðtolli, en það er sökum þess, að fyrir þinginu liggur frv. um ný tollalög, en þar er þetta tekið upp. Að umr. lokinni óska ég svo málinu vísað til 2. umr. og fjhn.