05.12.1939
Neðri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (3004)

122. mál, verkstjórn í opinberri vinnu

Pálmi Hannesson:

Hæstv. forsrh. taldi í sinni fyrri ræðu, að meiri ástæða væri til að setja löggjöf um verkstjóra, sem ynnu hjá einstaklingum, heldur en þá, sem hjá því opinbera störfuðu, en hann sagði í sinni síðari ræðu: „Hvað halda menn, að yrði sagt um það, ef sett væri löggjöf um verkstjóra, sem ynnu hjá einkafyrirtækjum?“ Einmitt með þessu held ég, að hæstv. ráðh. hafi svarað sjálfum sér. Við vitum og skiljum það, að það myndi ekki þýða að koma fram með löggjöf, sem næði lengra en það frv., sem hér liggur fyrir, enda er slíkt ekki æskilegt að svo komnu máli.