28.02.1939
Neðri deild: 9. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (3038)

17. mál, verðjöfnunar- og styrktarsjóður rjómabúa

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti! Án þess að fara frekar út í þetta frv. vil ég gera fyrirspurn til hv. flm. viðvíkjandi því atriði 3. gr., að leggja skuli 4 au. gjald á hvert kg erlends fóðurbætis. Hvað reiknar hv. þm. erlendan fóðurbæti? Það skiptir máli, hvort allar kornvörur, bæði handa skepnum og til manneldis, sem fluttar eru inn, eigi að teljast til erlends fóðurbætis.

,.Principielt“ hefi ég ekkert á móti frv., að rjómabúin njóti styrks til sinnar starfsemi, en mér leikur hugur á að vita, hvort hv. flm. hefir sett glögg skil viðvíkjandi því, hvað beri að telja erlendan fóðurbæti.