28.02.1939
Neðri deild: 9. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (3039)

17. mál, verðjöfnunar- og styrktarsjóður rjómabúa

Flm. (Sveinbjörn Högnason) :

Ég get upplýst hv. þm. Ak. um, að það, sem fyrir mér vakir. er vitanlega að skattleggja eingöngu þá kornvöru, sem flytzt inn sem fóðurbætir, en ekki er ætluð til manneldis. Ég veit að vísu, að það má nota ýmsa kornvöru jafnframt til fóðurbætis handa skepnum og til manneldis, en ég miða frv. við það, sem hagstofan felur erlendan fóðurbæti og hún skilgreinir undir fóðurkorn. svo sem maís, bygg, hafra o. s. frv.

Það má vel vera, að það sé erfiðleikum bundið að aðgreina þetta til fullnustu. Ég býst við, að ómögulegt sé að draga svo skýrar línur hér á milli, að t. d. rúgmjöl verði ekki notað sem fóðurbætir. En vitanlega hefir mér aldrei komið til hugar, að lagður yrði skattur á mjölvöru almennt.