03.04.1939
Neðri deild: 35. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í B-deild Alþingistíðinda. (304)

69. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson) :

Ég legg eindregið á móti brtt. á þskj. 121. Út af ræðu hv. þm. Seyðf. vil ég taka það fram, að mér var ekki áður kunnugt um, að þess væru dæmi, að sjómenn semdu um aflaverðlaun miðað við aflamagn, án þess að taka með gengisbreytingar, ef yrðu, en nú hefi ég fengið upplýst, að þetta hafi átt sér stað. Ég tel því sjálfsagt, að þeir sjómenn noti sér ákvæði 1. málsgr. 4. gr. frv. Þetta vænti ég, að hv. þm. Seyðf. láti sér nægja hvað þetta atriði snertir.