16.03.1939
Neðri deild: 20. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (3064)

33. mál, alþýðutryggingar

*Eiríkur Einarsson:

Ég tók eftir því, að hv. flm. sér, að þarna verður að greina á milli þess, sem er lögskipað iðgjald, og þess, sem er samningsiðgjald. Vænti ég, að um Landsbankann verði þetta tekið til greina af hv. n. Hv. flm. talar um, að þetta muni sáralitlu. Það má náttúrlega alltaf segja, en ég vil fullyrða, að hinu lægst launaða fólki í Landsbankanum, sem hefir sannarlega ekki of mikið að bíta og brenna, er það mikið áhugamál, að hér sé ekki fært til verri vegar. Á meðan skipun launamála og verðgildi peninga er svo mjög á hverfanda hveli sem nú er, ætti ekki að vera að gera hér á miklar breytingar.