03.04.1939
Neðri deild: 35. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (307)

69. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

*Ólafur Thors:

Frv. það, sem hér liggur fyrir, er niðurstaða af nokkuð langvarandi umr. manna þeirra, sem nú munu greiða frv. atkv. sitt. Ég fer ekki dult með það, að í frv. eru ýmis ákvæði. sem ég og ýmsir aðrir hefðum kosið öðruvísi. En nú hafa nokkrir þeirra manna, sem að frv. stóðu, borið fram brtt. á þskj. 121, sem ég vissi ekki von. Önnur þessara brtt. er ósanngjörn að því leyti, að ekki er ástæða til, að menn, sem hafa samið um kaup, fái betri kjör sér til handa en þær stéttir í þjóðfélaginu, sem lægst eru launaðar og hafa ekki slíka samninga. Eins veldur 3. brtt. ósamræmi. Þar er farið fram á. að sjómenn, sem ráðnir eru upp á hlut úr afla eða aflaverðlaun, sem miðast víð aflamagn. fái fulla gengisuppbót fyrir liðinn tíma, líðandi stund og fram í tímann, en sjómenn á togurum fá engan eyri fyrr en 1. júlí. Ég er andvígur þessum till. og tel misráðið, að þær skyldu koma fram, úr því að menn voru búnir að undirgangast að leysa málið á þann hátt, sem frv. segir til um.

Þá vil ég benda hæstv. atvmrh. á, að núverandi skilningur hans á 4. gr. er ekki í samræmi við þann skilning, sem hann hefir látið í ljós á fundum, þar sem ég hefi verið viðstaddur og lætur hann þennan skilning í ljós á sína eigin ábyrgð.