18.12.1939
Neðri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (3091)

51. mál, jöfnunarsjóður aflahluta

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Það er hinn mesti misskilningur, sem fram kom í ræðu hv. þm. V.-Húnv., að Alþingi megi ekki afgr. lög, er hafi kostnað í för með sér. Þessi afstaða hv. þm. stafar af því, að hann er mótsnúinn málinu, þótt hann hafi gengið með því að hálfu leyti, en hinsvegar skaðað frv. Hv. þm. V.-Húnv. hefir lagt kapp á það, að skerða málið við 2. umr. hér í d., og nú leitar hann nýrra ráða til að koma því fyrir kattarnef. En hitt er fjarri öllu viti, að Alþingi megi ekki samþ. lög, er leiða af sér aukin gjöld fyrir ríkið, nema því aðeins, að fjvn. verði spurð um það.