14.04.1939
Neðri deild: 40. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (3137)

72. mál, alþýðutryggingar

Vilmundur Jónsson:

Ég vil aðeins upplýsa það, að ég hefi fyrir hönd kjósenda minna í N.-Ísafjarðarsýslu, sem stunda bjargsig og ég ætla að séu hinir einu, sem kvartað hafa undan þeim ákvæðum, sem gilda um tryggingar við þá atvinnu, haft milligöngu við tryggingarstofnunina um, að ákvæðum reglugerðarinnar þar að lútandi yrði breytt. Og eins og hv. flm. upplýsti, hefir þeim þegar verið breytt. Ég hefi borið breyt. undir þá, sem hér eiga hlut að máli, og hefi gögn í höndunum um, að þeir uni vel þeim ákvæðum, sem um þetta gilda nú. Þar fyrir mæli ég ekkert á móti því, að frv. verði vísað til n. Hún getur þá kynnt sér, hvernig í málinu liggur, enda eru fleiri atriði í frv. en þetta eina. En svona er þessu varið um bjargsigamenn í N.-Ísafjarðarsýslu.