10.11.1939
Neðri deild: 57. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í C-deild Alþingistíðinda. (3178)

107. mál, útsvör

Ísleifur Högnason:

Það hefir verið minnzt á utanríkispólitík okkar á þrem undanförnum fundum. En það, að þm. Sósíalistafl. væri Ísland ekki alveg eins kært og öðrum, ein og kom fram í þessum umr., því vildi ég mótmæla. Þm. þess fl. eru ekki aðeins eins góðir Íslendingar sem aðrir, heldur fullyrði ég, að þeir séu íslenzkustu Íslendingarnir, sem byggja þetta land.