03.03.1939
Efri deild: 10. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í C-deild Alþingistíðinda. (3354)

24. mál, meðferð opinberra mála

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Allshn. flytur þetta frv. eftir beiðni hæstv. forsrh. Ráðh. hefir látið semja frv. þetta og undirbúa að öllu leyti, og var frv. komið í prentun þegar allshn. fékk tilmæli um að flytja það. N. gafst því ekki tími til að athuga frv. til hlítar áður en það var tekið á dagskrá, en hún flytur það með þeim fyrirvara, að hún hafi óbundnar hendur um hin einstöku atriði þess. Ég vil mælast til þess fyrir hönd n., að frv. verði ekki tekið á dagskrá til 2. umr. fyrr en n. hefir látið heyra frá sér. Þetta er mikill lagabálkur, svo ég geri ráð fyrir, að n. þurfi dálítinn tíma til að athuga frv. Þar að auki er form. n. veikur, og ég veit ekki, hvenær hann getur tekið til starfa á ný, en við munum athuga frv. eins fljótt og við getum.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fram á, að frv. verði vísað til n., ef forseti aðeins vill vera í samráðum við n. um, hvenær málið verður tekið til 2. umr.