21.04.1939
Sameinað þing: 7. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í D-deild Alþingistíðinda. (3416)

63. mál, tímareikningur

Skúli Guðmundsson:

Ég vil benda enn á eitt atriði, sem mér virðist, að athuga þurfi í sambandi við þetta mál, en það er, hvort ekki myndi t. d. geta leitt af því meiri eftirvinnu við fiskverkun en ella, því að það er alls ekki víst. að það verði hægt að byrja þeim mun fyrr á fiskverkuninni á morgnanna vegna veðráttu o. fl., sem nemur því, sem klukkunni verður flýtt. Getur vinnan því komið til með að dragast lengur fram eftir deginum að tímatali en áður. En nú hafa öll atvinnufyrirtæki, sem fiskþurrkun stunda, samið við hlutaðeigandi verkalýðsfélög, hvenær eftirvinna skuli talin hefjast. Hér getur því orðið um allverulegt atriði að ræða. Ég vil því alls ekki, bæði af þessum ástæðum og öðrum, sem ég hefi þegar tekið fram, samþ. till., þar sem líka stjórnin hefir heimild til þess að gera þessa hluti, ef henni bara sýnist.