26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í D-deild Alþingistíðinda. (3455)

92. mál, vöruflutningaskip til Ameríkuferða

Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Ég lít að vísu svo á að ef þessi till. yrði felld, þá hefði ríkisstj. ekki leyfi til þess, þar til þing kemur saman að nýju, að gefa Eimskipafélaginu fyrirheit um styrk umfram það, sem félagið nýtur nú, en verði till. samþ., hefir stj. leyfi til að veita félaginu styrk til Ameríkuskips. En með tilliti til þess, hvaða skilning hv. form. n. hefir lagt í málið, óska ég ekki sérstaklega eftir þessari heimild, en hefi hinsvegar ekkert á móti því, að stj. sé gefin heimildin. Þess vegna greiði ég ekki atkv.