26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (3488)

90. mál, ríkisábyrgð á láni fyrir Ólafsfjarðarhrepp

*Eiríkur Einarsson:

Það er aths. um málið sjálft, sem gefur mér tilefni til að lýsa lítilli brtt., er ég vil gera til viðauka við brtt. þá, sem fram er komin. Ég sé ekki betur en að gleymzt hafi það, er einkum skiptir máli og ég og aðrir hv. þm. höfum tekið fram, að þegar veitt er ríkisábyrgð fyrir rafveitum, hvort heldur er frá Sogsvirkjuninni eða í Ólafsfirði, þá sé það skylda hins opinbera að undirbúa málin sem bezt og að það sé látið sitja fyrir, sem virkilega á að sitja fyrir.