26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (3511)

90. mál, ríkisábyrgð á láni fyrir Ólafsfjarðarhrepp

*Flm. (Bernharð Stefánsson):

Það hefir verið talað um okkur flm. þessarar till. eins og menn, sem ætluðu að setja þjóðfélagið á höfuðið.

Ég get ekki stillt mig um að minna á í þessu sambandi þá aðstöðu, sem ég og við þm. Eyf. höfum haft í fjármálum undanfarin ár. Við höfum ekki á mörgum þingum borið fram neina brtt. til hækkunar á fjárl., heldur höfum við haldið okkur við að samþ. till. fjvn. Við vorum á móti því, að þetta mál færi til fjvn., en ástæðan var sú, að það er sami meiri hl. í fjvn. nú eins og var, þegar mælt var með þessu máli, og það var okkur óskiljanlegt, þó að einhverjar ástæður kynnu að vera aðrar nú en þá voru, að það, sem öll fjvn. mælti með fyrir 3 árum, skyldi teljast stórglæpur nú. Þetta offors er líka óskiljanlegt.

Ég vil algerlega mótmæla þeim brigzlyrðum, sem komið hafa fram í garð okkar þm. Eyf. Ég hefi hvað eftir annað greitt atkv. móti fjárveitingum í mitt eigið kjördæmi, sem einn maður hefir sérstaklega verið að flytja.