04.01.1940
Sameinað þing: 26. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í D-deild Alþingistíðinda. (3531)

162. mál, verzlunarrekstur ríkisins

Flm. (Bernharð Stefánsson) :

Efni þessarar till. hefir áður komið fram á þinginu í sambandi við frv. til l. um nokkrar bráðabirgðaráðstafanir vegna núverandi styrjaldarástands, og var þá flutt af hv. 5. landsk. (ÞÞ) á þskj. 435. Það varð að samkomulagi við afgreiðslu þessa máls, sem visað hafði verið til fjhn. í Ed., að þetta atriði skyldi tekið sérstaklega og borið fram sem till. til þál. í Sþ., og tóku nefndarmenn fjhn. Ed. að sér að flytja till., og erum við því flm. hennar hér, á sama hátt og fjhn. tók að sér að koma á framfæri öðrum sérstökum frv., sem hér hafa verið á ferð í þinginu og tekin voru úr frv., sem ég nefndi áðan. Við flm. stöndum því ekki að henni á annan hátt en þennan, sem nú er lýst, að það varð að samkomulagi, að við tækjum að okkur að bera hana fram. Þess vegna sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um efni hennar. Sé þörf frekari skýringa, tel ég víst, að hinn eiginlegi flm., hv. 5. landsk., gefi þær.