04.01.1940
Neðri deild: 102. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (3597)

173. mál, launa- og kaupgjaldsmál

*Haraldur Guðmundsson; Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að hann vildi bera þessa till. undir atkv. í tvennu lagi, fyrri hlutann sér aftur að orðunum „verðbreytingum á íslenzkum framleiðsluvörum, sem hafa mætti til hliðsjónar“, o. s. frv. Ég get greitt atkv. með fyrri hl. þessarar till., en ekki hinum síðari. Fyrsti flm. þessarar till., hv. þm. V.-Húnv., hefir drepið allýtarlega á það, að í sambandi við l. um gengisbreyt. hefði ekki verið tekið tillit til verðbreytinga á íslenzkum framleiðsluvörum. Það var horfið frá því að setja slíkt ákvæði inn í l. um gengisskráningu, því að þeim mönnum, er að lögunum stóðu, var það ljóst, að í fyrsta lagi myndi verða svo að segja ómögulegt að finna slíkan mælikvarða, er vit væri í, og í öðru lagi ekki sanngjarnt að ætlast til, að kaupgjald í landinu skyldi miðast við slíkt, nema a. m. k. samtímis yrðu sett ýms fleiri ákvæði í l. þess efnis að tryggja verkalýðnum meiri áhrif á stjórn og þar með afkomu fyrirtækjanna en nú er. Ég vildi að lokum árétta tilmæli mín við hæstv. forseta.