04.01.1940
Neðri deild: 102. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í D-deild Alþingistíðinda. (3599)

173. mál, launa- og kaupgjaldsmál

*Pétur Halldórsson:

Ég vildi bara spyrja hæstv. forseta, hvort hann skilur efni þessarar till. Ég verð að játa, að mér er ómögulegt að skilja, hvert hún stefnir, eða hvað má ráða af orðalagi hennar. Ég sé ekki, að samband sé milli launagreiðslu embættismanna ríkisins og verðlags á landbúnaðarafurðum. Þar sem engin upplýsing er í grg., er fylgir till., óska ég eftir skýringu.