17.04.1939
Neðri deild: 41. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 186 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

76. mál, verzlun med tilbúinn áburð og kjarnfóður

*Frsm. (Jón Pálmason) :

Eins og fram er tekið í grg. þessa frv., hefir það mjög komið í ljós á undanförnum árum, að þótt hefir á því bera, að talsvert af því síldarmjöli, sem selt hefir verið út um sveitir landsins, hefir ekki verið svo góð vara sem skyldi. Sumt hefir reynzt skemmt og sumt jafnvel svikið. Þetta mál hefir verið til meðferðar í mörgum búnaðarfélögum og búnaðarsamböndum, og þaðan var því vísað til búnaðarþings, og var það nú tekið til meðferðar á síðasta búnaðarþingi. Var það afgr. á þann hátt, að búnaðarþingið sendi landbn. till., þar sem farið var fram á að breyta l. þannig, að þau tryggðu, að aðeins fyrsta flokks síldarmjöl yrði á boðstólum, svo að bændur gætu treyst á, að það væri vara, sem svaraði þeim kröfum, sem til hennar væru gerðar.

Ég sé ekki ástæðu til, ef ekki koma fram mótmæli gegn þessu frv., að fara um það fleiri orðum. Ég tel þetta svo sjálfsagt mál, að vænta megi þess, að það komist hindrunarlaust í gegnum d., því að að þessu standa svo sterkar kröfur og rík rök. að ólíklegt er, að mótmæli komi fram gegn því. Þar sem þetta mál er flutt af landbn., sé ég ekki ástæðu til, að frv. verði vísað til n. aftur, heldur gangi það áfram nefndarlaust.