17.04.1939
Neðri deild: 41. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

40. mál, búfjárrækt

*Jón Pálmason:

Út af því, sem hv. frsm. var að tala um, að mikill vafi væri, hvort ætti að styrkja þau félög, sem létu ekki fram fara fitumælingar, þá er það annað, sem vel getur komið til greina. En að fara, eins og þessi breyt. fer fram á, að hækka styrkinn mikið með tilliti til þess, að aðeins þau félög, sem bezta hafa aðstöðu, njóti þeirra hlunninda, það get ég engan veginn fellt mig við. Ég get hugsað mér, að við hv. frsm. gætum sameinazt á þeim grundvelli, að aðeins væri einn flokkur, og hann hefði 1.80 kr. styrk á hverja kú, og það gert að skilyrði, að framkvæmdar væru 2–3 fitumælingar. Með því gæti ég verið, en að hlaða undir þá, sem bezta aðstöðuna hafa, og gera hinum örðugra fyrir, það er lagabreyt., sem ég undir engum kringumstæðum get fallizt á.