19.04.1939
Neðri deild: 44. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

40. mál, búfjárrækt

*Jón Pálmason:

Um það atriði í ræðu hv. 2. þm. Skagf., hvaða aukinn kostnað þetta mundi hafa í för með sér úr ríkissjóði, er það að segja, eins og ég hefi tekið fram áður, að það myndi ekki hafa, að óbreyttum aðstæðum, neinn aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, því að það er, samkvæmt l., sem kölluð hafa verið bandormurinn, sett hámark um tillagið, sem verja má úr ríkissjóði samkvæmt ákvæðum búfjárræktarl. Þessi kostnaður kemur niður á öðrum greinum landbúnaðarins, og þá fyrst og fremst á sauðfjárræktinni, svo framarlega sem ákvæðum í viðkomandi l. er ekki breytt. Og það eru mestar líkur til þess, að þau félög taki upp fitumælingar, sem bezta hafa aðstöðuna og flestar kýr eiga.