04.04.1939
Neðri deild: 36. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (462)

50. mál, útvarpsrekstur ríkisins

*Héðinn Valdimarsson:

Það kom ekki fyrir fyrr en hér í hv. d., að hæstv. forsrh. talaði um lögbrot. Þær hótanir, sem hann hafði við mig voru, að ef ég eða mínir flokksmenn espuðu til óróa, sem hann kallaði það, þ. e. að við við hefðum svo mikinn áróður í ræðum okkar, að við hvettum til óróa, þá myndi hann loka útvarpinu. Hæstv. forsrh. vill hafa hemil á því. En ég álít, að slíkt sé ekki á valdi forsrh., heldur eigi þeir, sem útvarpinu stjórna. að sjá um, að þingmenn hagi orðum sínum vel í útvarpinu.