30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í B-deild Alþingistíðinda. (516)

42. mál, útsvör

*Garðar Þorsteinsson:

Ef samkomulag hefði getað orðið um brtt. á þskj. l07 í allshn., þá hefði ég getað fallizt á að falla frá minni brtt., því að viðbótin í brtt. á þskj. 107 er í rauninni ekki annað en nánari skýring á því, hvenær rétt sé að leggja á mann á öðrum stöðum en þar, sem hann á heima. Ef maður hugsar sér kaupmann, sem rekur verzlun hér, en hefir útibú í Hafnarfirði, þá á að leggja á hann þar samkv. l. Annað dæmi: Maður rekur atvinnu hér, en er heimilisfastur í Hafnarfirði og hefir þar þó engar atvinnutekjur. Er þá nokkur ástæða til að láta hann ekki greiða útsvar í Reykjavík? Eða maður. sem búsettur er á Akureyri, en rekur annan sinn atvinnurekstur á Siglufirði — er ástæða til að undanskilja hann frá því að greiða útsvar á Siglufirði? Hann yrði að greiða útsvar á Siglufirði, ef hann hefði þar útibú frá atvinnurekstri á Akureyri, en af því að hann hefir engan atvinnurekstur á Akureyri, þarf hann ekki að greiða útsvar á Siglufirði. Ef maðurinn hefir 90% af atvinnurekstri sínum á Akureyri og á Siglufirði útibú, sem aðeins nemur 10% af þeim atvinnurekstri, þá verður hann að greiða þar útsvar, en hafi hann 100% af atvinnurekstri sínum á Siglufirði, þarf hann ekki að greiða útsvar þar. Ég sé enga ástæðu til að hlífa slíkum mönnum við útsvari, og síðari hluti brtt. á þskj. l07 er til að koma í veg fyrir, að það geti orðið.

Ég veit, að fyrir liggja margir dómar um það, hvenær telja beri mann svo nákominn stað, þar sem hann telur sér heimilisfang, eða hvort heimilisfang hans beri að teljast þar aðeins pro forma. Í sumum tilfellum hefir maðurinn orðið að greiða útsvarið, en stundum hefir hann losnað alveg, allt eftir því, í hve nánu sambandi hann taldist stunda við sveitina með atvinnurekstur sinn. Þess eru mörg dæmi, að menn hafa t. d. allan atvinnurekstur sinn í Reykjavík, en hafa aftur heimili annarstaðar, austur í sveitum, upp á Kolviðarhól, úti á Seltjarnarnesi, uppi á Akranesi eða annarstaðar. Hvers vegna skyldi þá ekki mega leggja á manninn hér? (BÁ: Það hefir verið lagt útsvar í Reykjavík á mann frá Kolviðarhóli). Já, það hefir verið gert. Hæstiréttur áleit, að maðurinn væri skyldur að greiða hér útsvar. Maðurinn skrifaði sig á manntalsskýrslu til heimilis að Kolviðarhóli, en bjó raunar í húsi hér á Túngötunni, hafði þar t. d. skrifstofu. Hann var á Kolviðarhóli aðeins nótt og nótt og keypti sér þar fæði dag og dag. Hann var þar aðeins pro forma, en slíkt væri ekki hægt að segja, ef hann hefði t. d. átt þar konu og börn. En hann hafði sem sagt engan an innurekstur þarna á Kolviðarhóli.

Ég held því, að áhættalaust sé að samþ. brtt. á þskj. 107, hvað sem menn kunna að vilja gera við mína brtt., sem gengur nokkru lengra.