30.03.1939
Neðri deild: 30. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (521)

42. mál, útsvör

*Garðar Þorsteinsson:

Reynsla hefir skorið úr því, að skipting útsvara er mjög lítils virði fyrir atvinnusveit. Hún fær bæði seint og lítið af útsvari. Og mér er kunnugt um, að þetta er einmitt ástæðan til þess, að Siglufjörður hefir ekki sett sig ákaflega á móti þessu frv. um að lengja úr vikum í 3 mán. tímann, sem þarf til þess að verða útsvarsskyldur í atvinnusveit. Það þykir ekki skipta ákaflega miklu máli fyrir Siglufjörð.

Þessi 12. gr., sem hv. 1. þm. Rang. las upp, kveður ekkert á um það, eftir hvaða hlutföllum skuli skipta. Enda er það á valdi yfirskattanefndar. A-liður 8. gr. gerir ráð fyrir, að þegar maður hefir heimilisfasta atvinnustofnun bæði í heimilissveit og annarstaðar, þá sé hægt að leggja á hann á fleiri en einum stað. Eins ætti þá að vera hægt, hvað sem 12. gr. liður, að leggja á fleiri menn utan heimilissveitar. Að því er framtöl snertir, er skylt að afhenda þeim sveitum framtöl, sem eiga að fá hluta úr útsvari. Það yrði engin ný skylda, þó að brtt. verði samþ.