22.04.1939
Efri deild: 46. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (551)

42. mál, útsvör

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Allshn. hefir haft brtt. á þskj. 196 til meðferðar og virðist hún hafa komizt að allt annarri niðurstöðu, ef leggja á ræðu hv. 2. þm. S.-M. til grundvallar, en fólst í ræðu, sem haldin var við 2. umr. Það var ekki hægt að skilja ræðu hans öðruvísi en svo, að hann vildi bæta þann órétt, sem Siglufjörður og fleiri kaupstaðir hefðu orðið fyrir, og koma í veg fyrir, að þessir menn gætu sloppið við að greiða opinber gjöld, eins og þeir hefðu gert m. a. með hl að telja sig eiga heima í einhverri fámennri sveit, sem hefir haft lítil útgjöld, og samið við hreppstjóra um að greiða nokkur hundruð í sveitarsjóð þar, en rekið atvinnu í kaupstaðnum og notið allra þeirra tækja, sem kaupstaðurinn leggur til, en skorazt undan að leggja nokkuð af mörkum til þeirra umbóta, sem þar hefir þurft með. Ég býst við, að hv. þdm. yrði þetta ljósara, ef þeir gerðu sér grein fyrir, hversu mikið óréttlæti það er, að stór saltandi, sem hefir kannske allt að 25 þús. tunnur, greiðir kannske ekkert útsvar, en annar, sem hefir kannske ekki nema 8–9 þús., greiðir upp undir 3 þús. í útsvar, en ef báðir greiddu útsvar, þá mundi lækka á þeim, sem nú greiðir, við það að nýr gjaldstofn kæmi í bæinn. Það er einkennileg réttlætistilfinning að vilja láta þessa menn sleppa og verða þar með að þyngja byrðarnar á öðrum.

Ég skal ekki mikið ræða um þá lagalegu hlið núllsins, en þessi till. er tekin eftir því, sem hv. i. landsk. flutti í Nd. og treysti ég honum fullkomlega til að ganga lagalega rétt frá þessu. Það er hlægilegt að vera að tala um, að löggjafinn hafi ekkert viljað hafa óklárt í þessum l., þegar vitað er, að sífellt hark er um, hvar leggja skuli útsvarið á og hvernig skuli leggja það á. Í öðru lagi vil ég benda á, að það er skýrt fram tekið, þegar sérstöku ákvæðin koma í 8. gr., þá nær ekki 11. gr. til hennar. Ég vil benda formælendum frv. á, að það er mjög hæpið að breyta þessu. Í öðrum lið 9. gr. er talað um, að skipta megi útsvarinu uf síldarsölu, þó að hún sé rekin skemur en 4 vikur, en b-liður mun eiga við, að skip leggi afla sinn á land og sjái sjálf um verkunina, sem mun nú niður fallið, því að nú munu öll skip selja afla sinn í verksmiðjur eða sérstökum saltendum. Ég tel því sjálfsagt, að skipin greiði eftir sem líður skiptingu á útsvari, nema þessum atriðum sé breytt líka, þannig að þetta litla frv., sem þeir kalla, nær ekki tilgangi sínum. Vitanlega er sjálfsagt fyrir þá, sem með þessi mál hafa að gera, að krefjast að fá skiptingu á útsvörum viðkomandi aðilja, ef um sölu á afla er að ræða, sem mun nú vera allmikið um.

Ég vænti þess, að 17. þdm. geti viðurkennt það réttlæti, sem felst í, að þeir, sem reka aðalatvinnu sína einhverstaðar, verði að bera þau gjöld, sem þarf til framkvæmdamála þar, sem atvinnureksturinn fer fram.