14.04.1939
Neðri deild: 40. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

75. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Bergur Jónsson) :

Þessir þrír menn, sem lagt er til í frv., að veittur sé ríkisborgara réttur, fullnægja allir þeim skilyrðum, sem sett eru í 4. gr. l. nr. 64 frá 1935 fyrir því, að öðlast íslenzkan ríkisborgararétt, og leggur allshn. til, að þessum mönnum verði veittur sá réttur. N. hafa borizt fleiri umsóknir um ríkisborgararétt heldur en frá þessum mönnum, en flestir þeirra munu ekki að öllu leyti fullnægja þessum skilyrðum. En ef svo reyndist við nánari athugun, að einhver þeirra fullnægði þeim, þá mun n. endurskoða það og bera fram brtt. um að bæta þeim við.